fbpx

Hvað er Veltan?

Á Veltunni er hægt að nálgast allar upplýsingar og gögn er varða verslun og þjónustu í landinu á einum stað. Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) heldur úti Veltunni. Almennt felst starfsemi rannsóknasetursins í að fylgjast með þróun og breytingum er varða verslun og neysluhegðun og koma á framfæri upplýsingum því tengdu til fyrirtækja og almennings.

Í stuttu máli er Veltan:

  • Einföld leið til að greina stærð og þróun smásölumarkaða á Íslandi.​
  • Greining niður á innlenda og erlenda kortaveltu auk niðurbrots niður á tugi flokka í verslun og þjónustu
  • Kortavelta eftir erlendum ferðamönnum og í hvað þeir eyða mest í og frá hvaða landi.
  • Mælaborð verslunarinnar sem að sýnir ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um verslun.
  • Umfang erlendrar netverslunar Íslendinga, þróun í smásölu, þróun á hrávöruverði og fleira.

Kortaveltan

Veltan birtir Kortaveltuna í samstarfi við Rapyd, Teya og Netgíró. Kortaveltan er birt mánaðarlega og er sundurliðuð niður á markaði í verslun og þjónustu. Þá er hægt að greina hvernig Íslendingar eru að eyða peningunum og hvernig þróunin er milli mánaða. Þá er netverslun Íslendinga einnig aðgengileg undir Kortaveltunni.

Kortaveltan sýnir einnig kortaveltu erlendra ferðamanna. Veltan sýnir tölur um hvernig erlendir ferðamenn eyða peningunum, eftir flokkum og hversu mikið hvert land fyrir sig er að eyða í hverjum mánuði. Útskýringar á flokkun kortaveltu má nálgast hér.

Mælaborð verslunarinnar

Veltan inniheldur mælaborð verslunarinnar þar sem allar helstu tölfræðiupplýsingar um verslun eru á einum stað.

Upplýsingar um ytri skilyrði, umfang verslunarinnar, vöruinnflutning og ítarlegra niðurbrot á kortveltuna má finna þar.

Vísitölusvæði

Veltan inniheldur vísitölusvæði með hinum ýmsu vísitölum verslunar og þjónustu. Til að mynda vísitölu smásöluveltu, vísitölu hrávöruverðs og Netverslunarvísi RSV sem sýnir umfang og þróun erlendrar netverslunar landsmanna

Skjáskot af Veltunni

Veltan er mælaborð til að fylgjast með straumum og stefnum í verslun og þjónustu.

Veltan er í umsjón Rannsóknaseturs verslunarinnar.

Hafðu samband

Rannsóknasetur verslunarinnar

533-3530